Vopnafjarðarhreppur
Vopnafjarðarhreppur
Vopnafjarðarhreppur

Sveitarstjóri

Vopnafjarðarhreppur leitar að öflugum einstaklingi í starf sveitarstjóra. Leitað er að metnaðarfullum og drífandi stjórnanda til að leiða áframhaldandi uppbyggingu í sveitarfélaginu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Sveitarstjóri er æðsti yfirmaður starfsfólks sveitarfélagsins og sér um að stjórnsýsla sveitarfélagsins samræmist lögum, reglum og samþykktum hverju sinni
  • Sveitarstjóri fer með daglegan rekstur sveitarfélagsins og ábyrgð á framkvæmd þeirra ákvarðana sem sveitarstjórn tekur
  • Sveitarstjóri á í nánu samstarfi við sveitarstjórn og sér um skipulag, undirbúning og upplýsingagjöf á fundum sveitarstjórnar, byggðaráðs og eftir atvikum annarra nefnda sveitarfélagsins  
  • Sveitarstjóri gætir hagsmuna sveitarfélagsins út á við, sér um kynningarmál og annast samskipti við stofnanir, fyrirtæki, samtök og fjölmiðla
  • Sveitarstjóri leiðir í umboði sveitarstjórnar atvinnuuppbyggingu og eflingu sveitarfélagsins
  • Sveitarstjóri vinnur að stefnumörkun og mótun framtíðarsýnar í náinni samvinnu við sveitarstjórn
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun og reynsla sem nýtast í starfi
  • Farsæl reynsla af stjórnun og rekstri
  • Leiðtogahæfni með áherslu á frumkvæði, hugmyndaauðgi, örugga ákvarðanatöku og öguð vinnubrögð
  • Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustumiðuð nálgun
  • Áhugi á uppbyggingu samfélagsins, velferð íbúa og ímynd sveitarfélagsins
  • Góð hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
  • Þekking á sveitarstjórnarmálum og opinberri stjórnsýslu er kostur
  • Æskilegt er að sveitarstjóri hafi búsetu í sveitarfélaginu
Auglýsing stofnuð20. mars 2024
Umsóknarfrestur11. apríl 2024
Staðsetning
Hamrahlíð 15, 690 Vopnafjörður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Leiðtogahæfni
Starfsgreinar
Starfsmerkingar