Orkumálinn 2024

Endurvinnslukort Djúpavogshrepps komið í gagnið

Endurvinnslukort Djupivogur undirritunÁ síðastliðnum 7 árum hefur Náttúran.is staðið að þróun Endurvinnslukorts sem tekið hefur á sig ýmsar myndir. Endurvinnslukortið er bæði til í vef-og app-útgáfu og fyrirtækið hefur notið stuðnings umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, Úrvinnslusjóðs, SORPU bs., Sorpstöðvar Suðurlands bs., Reykjavíkurborgar, Umhverfissjóðs Landsbankans og Gámaþjónustunnar hf. við þróun kortsins.

Tilgangurinn er að fræða almenning

Tilgangur Endurvinnslukortsins er að fræða almenning um endurvinnslu, hvetja fólk til að taka þátt í því að minnka magn sorps sem fer óflokkað í heimilistunnuna, og gefa eins fullkomið yfirlit og mögulegt er yfir hvar á landinu sé tekið við hverjum endurvinnsluflokki.

Starfsfólk Náttúrunnar hefur verið á ferð um landið frá því í byrjun desember að kynna Endurvinnslukortið og lært mikið um stöðu mála á landinu á ferðum sínum. Við höfum heimsótt 48 sveitarfélög og heimsóknunum verður haldið áfram þegar betur viðrar.

Djúpavogur fyrstur

Nú þegar hafa samningar verið undirritaðir við nokkur sveitarfélög þar á meðal Djúpavogshrepp sem reið á vaðið og fékk því fyrstur Endurvinnslukort þróað til að fella inn á vef sinn. Takmarkið er að öll sveitarfélög á landinu sjái sér hag í því að taka þátt í samstarfinu þannig að allir, bæði íbúar og ferðamenn, innlendir og erlendir, hafi aðgang að ítarlegum og samræmdum upplýsingum, hvar svo sem þeir eru staddir á landinu hverju sinni.

Endurvinnslukort sveitarfélaganna fela í sér eftirfarandi þjónustu:

• Skilgreiningu á endurvinnslumöguleikum og sorpþjónusta svæðisins s.s.; tunnum, lúgum, mótttökustöðvum og endurvinnsluflokkum.

• Sorphirðudagatal tengt heimilisfangi persónu eða fyrirtæki sem síðan tengist þjónustusvæði með leiðarbestun að næstu móttökustöð og dagréttum veðurviðvörunum á leiðum.

• Áskrift að iCal og Google dagatölum Endurvinnslukortsins með tilkynningum og viðvörunum til að tengja í síma og tölvur.

• Spurt og svarað samskiptakerfi.

• Þjónustusíma

• Tengingu við ítarefni á Endurvinnslukortinu yfir allt landið.

• Efni á íslensku og ensku.

Stöðug þróun

Endurvinnslukortið mun halda áfram að vera í stöðugri þróun og býðst öllum sveitarfélögum landsins að gerast samstarfsaðilar að verkefninu.

Smelltu hér til að skoða Endurvinnslukort Djúpavogshrepps

Mynd: Skrifað undir samning við nattúra.is Guðrún Tryggvadóttir og Andrés Skúlason oddviti Djúpavogshrepps. Af vef náttura.is.

Það var natturan.is sem greindi frá.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.