Katrín með mest fylgi á Austurlandi

Katrín Jakobsdóttir mælist með mest fylgi forsetaframbjóðenda á Austurlandi. Baldur Þórhallsson fylgir henni þar á eftir.

Þetta kemur fram í könnun sem Maskína gerði í síðustu viku. Þar fær Katrín 30,2% á Austurlandi, Baldur 25%, Jón Gnarr 15,3%, Halla Hrund Logadóttir 15%, Halla Tómasdóttir 5,5% og aðrir frambjóðendur 9%.

Fylgi Katrínar og Baldurs er í takt við það sem það mælist á landsvísu. Hjá Jóni Gnarr er það heldur minna.

Austurland er sterkasta landssvæði Höllu Hrundar, en hún var í 10% fylgi á landsvísu í könnuninni. Á sama tíma er fylgi Höllu Tómasdóttur það lægsta á svæðinu, það næst lægsta hjá Katrínu en næst hæsta hjá Baldri. Aðrir frambjóðendur fá einnig frekar mikið fylgi á Austurlandi.

Rétt er að taka fram að svörin á Austurlandi voru 30 talsins. Mest um vert er þó að úrtakið endurspegli samfélagið. Alls svöruðu rúmlega 1.000 manns könnuninni á landsvísu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.