Leikskólabörn á Austurlandi syngja til heiðurs Prins Póló á sama tíma í dag

Tveir allsérstakir viðburðir eiga sér stað í dag og á morgun þegar leikskólabörn í flestum austfirskum leikskólum munu saman heiðra minningu tónlistarmannsins Prins Póló með söng og skemmtun.

Það munu börnin gera síðdegis í dag þegar þau munu saman á sama tíma syngja þrjú af þekktum lögum listamannsins Svavars Péturs Eysteinssonar, betur þekktur sem Prins Póló, en hann féll frá langt fyrir aldur fram.

Viðburðirnir eru hluti af BRASinu svokallaða, sem er menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi, þar sem lagt er upp með að gefa unga fólkinu tækifæri til að skapa og upplifa listir í víðu samhengi. Það var einmitt Prins Póló, sem hannaði merki BRAS og var alla tíð áhugasamur um það verkefni.

Það að stærstum hluta þess vegna sem börnin syngja saman lög hans í dag en töluverðar æfingar hafa staðið yfir í mörgum leikskólunum meira og minna í allan vetur fyrir stóru stundina í dag.

Í kjölfar þess á morgun, Sumardaginn fyrsta, halda börnin svo sitt eigið diskótek á fjórum mismunandi stöðum: Í Miklagarði á Vopnafirði, Valhöll á Eskifirði, Sláturhúsinu á Egilsstöðum og íþróttamiðstöðinni á Djúpavogi. Þar aftur verður áherslan lögð á tónlist Prins Póló og þemað þar að dansa saman og hafa gaman að lífinu. Foreldrar og forráðamenn geta þar tekið þátt í gleðinni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.