Fótbolti: Bæði FHL og Einherji áfram í bikarnum

Bæði Einherji og FHL komust um síðustu helgi áfram úr fyrstu umferð bikarkeppni kvenna með að leggja mótherja sína af Norðurlandi.

Einherji vann Dalvík/Reyni 0-3. Öll mörkin komu í seinni hálfleik. Oddný Karólína Hafsteinsdóttir skoraði fyrst á 61. mínútu, Karólína Dröfn Jónsdóttir bætti við öðru á 73. mínútu og Coni Ion skoraði það þriðja á í uppbótartíma.

FHL lagði Völsung 1-2 á Húsavík. Emma Hawkins skoraði bæði mörkin með stuttu millibili. Það fyrra á 17. mínútu en það seinna sex mínútum síðar. Húsavíkurliðið minnkaði muninn tíu mínútum seinna og þar við sat.

Einherji og FHL mætast í næstu umferð. Áformað er að það verði miðvikudaginn 1. maí. Einherji á heimaleik en ekki hefur enn verið staðfest hvar verði spilað.

Höttur/Huginn leikur gegn úrvalsdeildarliði Fylkis í 32ja liða úrslitum bikarkeppni karla á morgun. Leikurinn hefst klukkan 14:00 á Fellavelli.

Mynd: Dóri Sig


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.