Skollaleikur í skólamálum

Á 89. fundi fjölskylduráðs 5. desember síðastliðinn, var tekið fyrir mál sem hefur síðan þá reynst með miklum ólíkindum. Meirihluti setti þá fram, án gagna, fullyrðingu um að laus leikskólapláss á Héraði yrðu uppurin innan fárra ára og það yrði að bregðast strax við. Hraðar en gert yrði með byggingu leikskóla á suðursvæði Egilsstaða eins og stendur til á árunum 2027-29. Lausnin á þessum meinta bráðavanda væri fólgin í því að taka húsnæði gamla Hádegishöfða aftur í notkun sem leikskóla.

Lesa meira

Staðreyndir um orkumál

Ágústa Ágústs skrifaði í Austurfrétt á dögunum um margt ágæta grein um orkumál þar sem megininntakið var vangaveltur um vegferð stjórnvalda í þeim málaflokki. Hún hins vegar fer ekki alveg rétt með staðreyndir og er mér bæði ljúft og skylt að leiðrétta nokkrar rangfærslur.

Lesa meira

Í tilefni Alþjóðlega krabbameinsdagsins

Í dag, 4. febrúar er alþjóðalegur dagur gegn krabbameini. Markmiðið með því að vekja athygli á þessum degi er að koma í veg fyrir fjölda dauðsfalla vegna sjúkdómsins á heimsvísu, fræða einstaklinga og stjórnvöld og hvetja stjórnvöld til að grípa til aðgerða. Fyrir árin 2022-2024 er þemað; Jöfnuður í aðgengi krabbameinsgreindra að heilbrigðisþjónustu.

Lesa meira

Hættuleg vegferð orkumála


Stundum velti ég því fyrir mér á hvaða vegferð íslensk stjórnvöld eru þegar kemur að orkumálum hér á landi. Hvorki stefna né umræða bendir til þeirrar almennu skynsemi sem þarf að ríkja þegar um svo mikilvæga innviði er að ræða.

Lesa meira

Dreifingu fjölpósts hætt

Íslandspóstur ákvað að hætta alfarið að dreifa fjölpósti við upphaf árs 2024.

Lesa meira

Er nóg til og meira frammi?

Þegar við krakkarnir komum til ömmu Nennu í Framkaupstað fyrir margt löngu, þá bar hún kökur og kruðerí á borðið og sagði: „Fáið ykkur elskurnar, það er nóg til og meira frammi.“

Lesa meira

Gæluverkefni á kostnað barnanna í Fjarðabyggð

Fyrir áramót var samþykkt fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2024 og þriggja ára fjárhagsáætlun fyrir 2025 - 2027. Skemmst er frá því að segja að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn fjárhagsáætluninni. Ástæðan er einföld. Núverandi meirihluti rekur sveitarfélagið með síauknum lántökum og gjaldskrárhækkunum en þorir á sama tíma ekki að horfast í augun við þann rekstarvanda sem sveitarfélagið er í og uppsafnaða viðhaldsþörf sem er um allt sveitarfélagið.

Lesa meira

Það þarf kjark til

Þrátt fyrir að óbeisluð græn orka renni á hverri mínútu til sjávar á Íslandi er nú yfirlýstur orkuskortur í landinu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.