Ásta Sigríður ráðinn mannauðsstjóri Fjarðabyggðar

Ásta Sigríður Skúladóttir hefur verið ráðin mannauðsstjóri Fjarðabyggðar. Alls sóttu átta einstaklingar um starfið.

Um er að ræða nýja stöðu sem heyrir undir bæjarstjóra. Með starfinu hyggst bæjarstjórn leggja aukna áherslu á mikilvægi mannauðsmála á víðum grunni sem á að leiða til eflingu liðsheildar og stuðningi við starfsemina.

Samkvæmt kynningu á vef Fjarðabyggðar er Ásta Sigríður með meistarapróf í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands. Hún er sögð hafa víðtæka reynslu af mannauðsmálum, en hún hefur starfað sem sérfræðingur í mannauðsteymi Íslandsbanka í sex ár. Hún hefur meðal annars sérhæft sig í jafnlaunavottun, vellíðan í vinnu og eflingu liðsheildar. Hún kemur til starfa í byrjun september.

Eftirtalin sóttu um starfið:

Ásta Sigríður Skúladóttir, mannauðsfræðingur
Emilia Karolina Belec, markaðsfræðingur
Hjalti Sölvason, mannauðs- og rekstrarstjóri
Rebekka Rán Egilsdóttir, leiðtogi málmvinnslu
Regína Björk Sigurðardóttir, mannauðsfræðingur
Sigurlaug Björk Birgisdóttir, meistaranemi í forystu og stjórnun
Thelma Sigurðardóttir, mannauðsfræðingur
Þórður Vilberg Guðmundsson, upplýsingafulltrúi

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.