Eldur í þurrkgámum Skógarafurða

Slökkvilið Múlaþings var á sjöunda tímanum í kvöld kallað út vegna elds í gámum þar sem timbur er þurrkað við starfsstöð Skógarafurða á bænum Víðivöllum Ytri II í Fljótsdal.

Fyrsti bíll slökkviliðsins kom á staðinn um klukkan sjó. Þá var mikill eldur og reykur á staðnum. Nýbúið var að setja timbur í þurrkun þannig mikill eldsmatur var til staðar. Þá logaði klæðning utan á gámunum.

Undir klukkan átta var slökkviliðið komið með stjórn á aðstæðum. Þá var búið að slökkva mesta eldinn og ljóst að hann myndi ekki breiða frekar úr sér, en í nágrenninnu er timbur, útihús sem hýsa meginhluta starfseminnar og tvö hús sem er búið í.

Þurrkgámarnir eru fjórir. Þrír þeirra brunnu en einn virðist hafa sloppið. Enn er þó talsverður eldur og reykur þannig slökkviliðsmenn sjá illa til.

Heimilisfólk hélt aftur af eldinum þar til slökkviliðið kom og náði að koma í veg fyrir að hann færi víðar. Engin slys urðu á fólki.

Myndir: Aðsendar

eldur skogarafurdir2

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.