Reiðhöll Hornfirðinga verður tilbúin í vor

reidholl_01.jpgÁætlað er að reiðhöllin á Hornafirði verði tilbúin til notkunar á vordögum,  en búið er að reisa 8 bil af 13 og hefur gengið vel þegar viðrað hefur til framkvæmda. Reiðhöllin er 1570 fermetrar og er hún 54,35 metrar að lengd og 24 metrar að breidd. Hesthús er áfast við reiðhöllina og mun það rúma um 20 hross og er það 270 m2 að stærð.

 

Lesa meira

Heimamenn fælast stranga skilmála

Strangir útboðsskilmálar Landsvirkjunar vegna útboðs á rekstri mötuneytis og ræstinga í Fljótsdalsstöð hafa fælt heimamenn frá því að bjóða í verkin. Þetta segir oddviti Fljótsdalshrepps. Talsmaður Landsvirkjunar segir skilyrðin í samræmi við gæðastefnu fyrirtækisins. Útboðin verða opnuð á morgun.


Lesa meira

Metár í síldarfrystingu hjá Skinney-Þinganes

jona_s.jpgSíldveiðar í haust gengu með afbrigðum vel hjá Skinney-Þinganes á Hornafirði, þótt langt hafi verið að sækja síldina, en eins og kunnugt er hefur hún haldið sig í Grundarfirði.

Lesa meira

Tvö tilboð

Tvö tilboð bárust í rekstur mötuneytis og ræstingar í Fljótsdalsstöð. Útboðin voru opnuð fyrir helgi en eins og Austurglugginn greindi frá fældust heimamenn stranga útboðsskilmála.

Lesa meira

HSA rekur Helgafell

Heilbrigðisstofnun Austurlands hefur tekið við rekstri dvalarheimilisins Helgafells á Djúpavogi. Viðvarandi halli var á rekstri heimilisins og segir Björn Hafþór Guðmundsson, oddviti Djúpavogshrepps, að erfitt hafi verið að verja hann öllu lengur. Í bókun sveitarstjórnar segir gleðilegt að ákvörðun um að hreppurinn hætti rekstri dvalarheimilisins hafi ekki leitt til að því yrði lokað.


Lesa meira

Gjaldfrjáls leikskóli á Djúpavogi

djupivogur.jpgDjúpavogshreppur sem er eitt hinum svokölluðu jaðarsveitarfélögum hefur sett ný viðmið fyrir önnur sveitarfélög á Austurlandi með gjaldfrjálsum leikskóla.

 

 

Lesa meira

Djúpvogingur í útrás

gauti_johannesson.jpgÁ vefsíðu Djúpavogshrepps, sem er ein af virkari vefsíðum fjórðungsins, birtist frétt um Gauta Jóhannesson og afrek hans á erlendri grundu.

Lesa meira

Heimamenn styðja Guðmund Ragnar í forsetaframboð

gudmundur_ragnar_kristjnsson.jpgUm Eskifjarðarbæ gengur nú út um allt undirskriftalisti þar sem beðið er um stuðning við forsetaframboð Guðmundar Ragnars Kristjánssonar frá Eskifirði. Austurglugginn hefur þær fréttir að þegar hafi um 70 undirskriftir safnast og að heimamenn séu auðfúsir að sýna framboði Guðmundar stuðning.

 

Lesa meira

Framsóknarmenn í vígahug

Í nýjasta tölublaði fréttabréfs Framsóknarflokksins kemur fram að Framsóknarfélag Héraðs og Borgarfjarðar stendur nú í ströngu við undirbúning glæsilegs framsóknarteits sem haldið verður þann 11. janúar n.k.  eða á föstudaginn í næstu viku. gudni_belja.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.