Körfubolti: Líkur á að David Ramos fari í leikbann

Allar líkur eru á að David Guardia Ramos, leikmaður körfuknattleiksliðs Hattar, þurfi að taka út leikbann vegna brots hans gegn Frank Booker, leikmanni Vals, í leik liðanna í úrslitakeppni Íslandsmótsins í gærkvöldi.

Lesa meira

Byrjar fundaferð um orkumál á Egilsstöðum

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, mun á næstu vikum halda opna fundi víðs vegar um land þar sem fjallað verður um orkumál og verkefnin framundan. Fyrsti fundurinn verður haldinn á Egilstöðum næsta mánudagskvöld.

Lesa meira

Fræðslumál í Fjarðabyggð: Hvað stendur í gögnunum?

Austurfrétt hefur með vísan í upplýsingalög, fengið aðgang að gögnum starfshópa um fræðslumál sem lágu fyrir bæjarstjórn þegar hún tók ákvörðun um breytingar á skólum sveitarfélagsins í lok febrúar. Austurfrétt hefur einnig undir höndum samantekt skólastjórnenda við bæjaryfirvöld vegna málsins. Hér er farið yfir það helsta sem fram kemur í þessum gögnum.

Lesa meira

Samþykkja sölu fjögurra tjaldsvæða Fjarðabyggðar

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur samþykkt sölu á fjórum af tjaldsvæðum sveitarfélagsins til Ferðaþjónustunnar Fossárdals. Sami aðili mun ennfremur leigja tvö önnur tjaldsvæði næsta sumarið.

Lesa meira

„Vetrarþjónusta þarf að taka mið af linnulausum ferðamannafjölda“

Ábúandi að Hákonarstöðum í Efri-Jökuldal hefur enn einu sinni ítrekað fyrir forsvarsmönnum bæði Múlaþings og Vegagerðarinnar nauðsyn þess að vetrarþjónusta á Jökuldalsvegi taki mið af mikilli umferð ferðafólks allan ársins hring. Þjónustan lítið breyst í áranna rás þrátt fyrir margfalda umferð.

Lesa meira

Opna nýju upplýsingamiðstöðina við Hengifoss í næsta mánuði

Ný þjónustu- og upplýsingamiðstöð Fljótsdalshrepps við Hengifoss opnar formlega í næsta mánuði en með henni stórbatnar öll aðstaða fyrir gesti á svæðinu. Nýverið var einnig gengið frá samningi við sérstakan verkefnisstjóra áfangastaðarins.

Lesa meira

Aukinn kraftur færist í ljósleiðaratengingar

Fjarskiptafyrirtækið Míla hefur sett aukinn kraft í lagningu ljósleiðara á landsbyggðinni. Framkvæmdir eru framundan á Seyðisfiðri, Eskifirði, Fáskrúðsfirði, í Fellabæ og Neskaupstað á þessu ári.

Lesa meira

Hvað höfðu biskupsefnin að segja á Austurlandi?

Kosningu til biskups Íslands lýkur á morgun. Nýverið héldu biskupefnin þrjú: Guðmundur Karl, Brynjarsson, Guðrún Karls Helgudóttir og Elínborg Sturludóttir sameiginlegan fund í Egilsstaðakirkju, sem var hluti af hringferð þeirra. Austurfrétt greip niður í helstu spurningar og svör frá fundinum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.