vill brekku allt upp a bordid kapa webÍ hinni nýútkomnu bók, Allt upp á borðið, rifjar sagnameistarinn Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku upp bernsku sína og gerir upp þingmanns- og ráðherraferil sinn í stuttu máli. Þá fjallar hann um Seyðisfjörð og Seyðfirðinga og ekki síst það góða og göfuga starf sem unnið er á heilbrigðisstofnuninni þar í þágu þeirra sem glíma við minnistap.

Villi á Brekku er nú á hundraðasta árinu og bætir Íslandsmetið með hverri bók sem hann sendir frá sér, enda er hann aldursforseti Íslands þegar kemur að því að senda frá sér ritverk og hefur svo verið á undanförnum árum.

Þetta er tuttugasta og þriðja bók hans og ber hún, líkt og hinar fyrri, vitni hinu göfuga hjartalagi sem prýðir þennan mikla höfðingja úr Mjóafirði.

Austurfrétt birtir í dag kafla úr bókinni en þar segir frá því þegar Vilhjálmur fluttist á Seyðisfjörð árið 2004 ásamt Margréti Þorkelsdóttur sem fór til dvalar á sjúkrahúsinu. Vilhjálmur rifjar upp kynni sín af starfsfólki sjúkrahússins og öðrum gestum þau fjögur ár sem Margrét dvaldi þar en hún lest árið 2008.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.